Erlent

Ísraelar skutu niður „skotmark“ yfir Gólan-hæðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísraelski herinn notaði Patriot eldflaugavarnarkerfi til að skjóta skotmarkið niður.
Ísraelski herinn notaði Patriot eldflaugavarnarkerfi til að skjóta skotmarkið niður. Vísir/Getty
Ísraelski herinn skaut niður „skotmark“, eins og þeir kalla það, yfir Gólan-hæðum í dag. Patriot eldflaugavarnarkerfinu var beitt gegn hlut sem var á ferð frá Sýrlandi í átt að Ísrael, en fjölmiðlar þar í landi segja að um dróna hafi verið að ræða. Herinn hefur þó ekki staðfest það.

Þá liggur ekki fyrir hvort að hluturinn fljúgandi var kominn inn í lofthelgi Ísraels.

Sjá einnig: Skutu ódýran dróna með rándýrri eldflaug

Fyrr í dag voru Ísraelar sakaðir um eldflaugaárás á herstöð nærri Damaskus í Sýrlandi. Herinn hefur ekki viðurkennt að hafa framkvæmt árásina, en njósnamálaráðherra ríkisins, Yisrael Katz, segir að slík árás hefði verið í samræmi við stefnu Ísrael um að koma í veg fyrir vopnaflutninga til Hezbollah-samtakanna.

Meðlimir Hezbollah berjast með stjórnarher Bashar al-Assad í Sýrlandi og Ísrael hefur gert þó nokkrar árásir í Sýrlandi frá því að átökin hófust þar í landi árið 2011. Flestar þeirra munu hafa verið á vopnasendingar til Hezbollah.

Útskýringarmyndband fyrir Patriot eldflaugavarnarkerfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×