Erlent

Kohl fær milljón evra í skaðabætur

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kohl gerði grín að borðsiðum Angelu Merkel í fjórða bindi ævisögu sinnar sem kom út án hans leyfis.
Kohl gerði grín að borðsiðum Angelu Merkel í fjórða bindi ævisögu sinnar sem kom út án hans leyfis. NORDICPHOTOS/AFP
Helmut Kohl, fv. kanslari Þýskalands, fær um eina milljón evra í skaðabætur vegna útgáfu fjórða bindis ævisögu hans sem hann hafði hætt við. Kohl hafði leitað til dómstóla til að fá afhentar upptökur af viðtölum við ævisöguritarann, Heribert Schwan. Sá átti hins vegar afrit af upptökunum og bókin kom út þrátt fyrir tilraunir Kohls til að stöðva útgáfuna.

Í fjórða bindinu fór Kohl hörðum orðum um marga flokksfélaga sína, þar á meðal eftirmann sinn, Angelu Merkel. Kohl, sem hafði farið fram á fimm milljónir evra í skaðabætur, sagði meðal annars að Merkel kynni ekki að nota hníf og gaffal og að hann hefði þurft að siða hana til í opinberum veislum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×