Erlent

Frakkar rannsaka HM-útboðin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, kom fyrir rannsakendur þann 20. apríl sem vitni
Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, kom fyrir rannsakendur þann 20. apríl sem vitni
Franskir saksóknarar rannsaka nú ferlið sem leiddi til þess að ákveðið var að Rússar fengju að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2018 og Katarar árið 2022. Frá þessu greinir Le Monde. Í frétt þeirra segir að ásakanir um spillingu séu einna helst til rannsóknar.

Greinir Le Monde frá því að Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA, hafi komið fyrir rannsakendur þann 20. apríl sem vitni. Sjálfur er Blatter í áralangri útlegð frá afskiptum af knattspyrnu vegna spillingarmála sem upp um komst árið 2015.

Því hefur lengi verið haldið fram að bæði Rússar og Katarar hafi keypt atkvæði þeirra sem atkvæðis­rétt höfðu og þar með tryggt sér heimsmeistaramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×