Lífið

Auglýsing Heineken sögð „fullkomið móteitur“ við umdeildri Pepsi auglýsingu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Í auglýsingunni hittast fólk sem er fullkomlega ósammála.
Í auglýsingunni hittast fólk sem er fullkomlega ósammála. Skjáskot/Youtube
Bjórframleiðandinn Heineken hefur nú bæst í hóp fyrirtækja sem tækla viðkvæm samfélagsleg málefni í auglýsingu. Auglýsing Heineken virðist þó vera að fara mun betur ofan í fólk en til dæmis auglýsing Pepsi, sem olli töluverðu fjaðrafoki fyrr í mánuðinum.

Í auglýsingunni er framkvæmt einskonar samfélagsleg tilraun. Tvær manneskjur sem hafa ólíkar skoðanir á einhverju tilteknu málefni eru fengnar til að framkvæma nokkur verkefni og byggja í sameiningu bar.

Þeim er þvínæst sýnt myndband þar sem skoðanir hinnar manneskjurnar koma í ljós og boðið að setjast niður og ræða málin yfir bjór eða yfirgefa rýmið. Að lokum velja allir að ræða málin og áhorfendur eru hvattir til að „opna heiminn sinn.“

Auglýsingin virðist fara vel ofan í áhorfendur. Þannig skrifar tímaritið Fast Company að hér sé komið „fullkomið móteitur“ við hinni umdeildu Pepsi auglýsingu með Kendall Jenner í aðalhlutverki. Forbes segir að bjórrisinn tækli stjórnmálin vel með því að taka enga afstöðu og að skilaboðin séu fullkomin fyrir bjórframleiðanda. Adweek segir „Hey Pepsi svona á að gera þetta.“

Dæmi hver fyrir sig, en auglýsinguna er hægt að sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Pepsi hættir við umdeilda auglýsingu

Auglýsingin, sem skartar Kendall Jenner í aðalhlutverki, hefur verið harðlega gagnrýnd. Pepsi hefur beðið Jenner opinberlega afsökunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×