Erlent

Fjórði maðurinn tekinn af lífi í Arkansas

Atli Ísleifsson skrifar
Kenneth Williams, 38 ára, var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær manneskjur þegar hann var á flótta úr fangelsi.
Kenneth Williams, 38 ára, var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær manneskjur þegar hann var á flótta úr fangelsi. Vísir/afp
Yfirvöld í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum hafa nú tekið fjórða manninn af lífi á innan við einni viku, en áður en að því kom hafði enginn verið líflátinn í Arkansas í tólf ár.

Kenneth Williams, 38 ára, var dæmdur til dauða fyrir að myrða tvær manneskjur þegar hann var á flótta úr fangelsi, en þangað hafði hann upphaflega verið dæmdur fyrir morð á ungri konu.

Lögmenn Williams fullyrtu að hann væri greindarskertur en hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað samt að hafna síðustu áfrýjun hans.

Ástæðan fyrir svo tíðum aftökum í Arkansas nú er sú að lyfin sem notuð eru til að drepa menn með sprautu í Arkansas eru að renna út. Afar erfitt er að nálgast nýja skammta þar sem flest lyfjafyrirtæki neita að framleiða þau.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×