Erlent

Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp
Donald Trump Bandaríkjaforseti hrósaði forseta Kína, Xi Jinping, í hástert í viðtali sem hann veitti Reuters fréttastofunni í gærkvöldi.

Trump lofar Xi sérstaklega fyrir það hvernig hann hefur höndlað samskiptin við Norður-Kóreu undanfarnar vikur en mikil spenna er nú á Kóreuskaga og líkur taldar á stríði.

Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir.

Trump hefur áður margsinnis gagnrýnt Kínverja fyrir að gera ekki nógu mikið til að hafa taumhald á Norður-Kóreumönnum en nú er komið annað hljóð í strokkinn.

Trump sagði þó ljóst að erfitt verk væri fyrir höndum og ekki víst að Xi takist að koma í veg fyrir átök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×