Innlent

Kjartan Atli og Körfuboltakvöld með vinsamlega yfirtöku í fréttum Stöðvar 2

Kjartan Atli fer yfir stöðuna í Dominos-deildinni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Kjartan Atli fer yfir stöðuna í Dominos-deildinni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. VÍSIR
Spennan er í hámarki fyrir oddaleik Grindavíkur og KR í Dominos-deild karla í körfubolta sem fer fram í DHL-höllinni á sunnudag. Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik þegar liðið vann stórkostlegan sigur á KR, 79-66, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Röstinni í gær.

Kjartan Atli Kjartansson, sem stýrt hefur Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, mun fara yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, strax á eftir íþróttafréttum og fær í settið góða gesti sem hafa verið honum innan handar í vetur.

Þar verður einnig farið yfir kvennakörfuna og rætt við Thelmu Dís Ágústsdóttur, leikmann Keflavíkur, sem varð íslandsmeistari í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vikunni, og móður hennar, Björgu Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans.

Körfuboltakvöld tekur yfir fréttir Stöðvar 2 í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi klukkan 19:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×