Innlent

Alhvítur kálfur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Birgir Olgeirsson skrifar
Rjómi, sem er alhvítur að lit, er undan alhvítu kúnni Hvítu Gautu sem dags daglega gengur undir nafninu Sulta.
Rjómi, sem er alhvítur að lit, er undan alhvítu kúnni Hvítu Gautu sem dags daglega gengur undir nafninu Sulta.
Nautkálfurinn Rjómi leit dagsins ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Rjómi, sem er alhvítur að lit, er undan alhvítu kúnni Hvítu Gautu sem dags daglega gengur undir nafninu Sulta. Auk þeirra Sultu og Rjóma eiga heima í fjósinu í Laugardalnum kýrnar Birna og Rifa og nautkálfarnir Brandur og Bolti.

Allt kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en þar kemur fram að stutt sé á milli stórviðburða þar á bæ því geitaburði er nýlokið og senn má búast við að sauðburður hefjist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×