Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kona sem er dauðvona eftir áralanga baráttu við hrörnunarsjúkdóminn MND biðlar til stjórnvalda um að fá öndunarvél heim. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um vanda heilbrigðiskerfisins en tugi milljarða króna vanta í kerfið svo það standist samanburð við hin Norðurlöndin að mati stjórnenda Landspítalans. Við sýnum líka frá því þegar síðasta mótstaðan í Vaðlaheiðargöngum var sprengd í dag en stefnt er að því að göngin opni fyrir almenna umferð á næsta ári.

Þá fjöllum við um fyrirhugaða hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu en Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna áformin harðlega. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu fari hratt versnandi þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Meðal annars vegna styrkingar krónunnar.

Þá munum við ræða við fimm manna fjölskyldu sem stendur allslaus vegna veggjatítlna og myglusvepps. Engar tryggingar virðast í boði gagnvart þessum vágestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×