Lífið

Teiknuðu manneskjur í lausu lofti

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sem myndlistarkennari skynjaði Ásdís Kalman óöryggið sem birtist í verkum barnanna.
Sem myndlistarkennari skynjaði Ásdís Kalman óöryggið sem birtist í verkum barnanna. Vísir/GVA
Hælisleitendur hafa nákvæmlega ekkert að gera og mér datt í hug að setja upp vikuleg námskeið fyrir börn og ungmenni úr þeirra hópi, í samvinnu við Rauða krossinn. Oft komu í kringum fimmtán. Þau vissu öll að til greina kæmi að verkin yrðu sett á sýningu,“ segir Ásdís Kalman, myndlistarkennari og meistaranemi í Listaháskólanum sem sett hefur upp sýninguna Börn á flótta í anddyri Þjóðminjasafnsins.

„Ég hafði ákveðnar hugmyndir um verkefnið en það varð öðruvísi en ég bjóst við, enda átti ég í erfiðleikum með að koma hugsunum mínum til skila til barnanna. Fá þeirra skildu ensku og engin íslensku,“ lýsir Ásdís en segir verkefnið hafa snúist um að gefa börnunum tækifæri til að tjá sig og einnig að skapa vellíðan og öruggt umhverfi í smá stund.





Á sjálfsmynd einnar stúlku er enginn munnur. „Þessi stúlka talaði ekki neitt því enginn í hópnum skildi hennar tungumál,“ lýsir Ásdís. Fréttablaðið/GVA
Ásdís telur einungis tvö ungmenni eftir á landinu sem tóku þátt í listasmiðjunum. „Ef börnin hættu að mæta vissi ég aldrei hvort það væri af því þau hefðu verið flutt út aftur eða væru komin í skóla. Sýningin snýst einmitt um það tómarúm sem þau voru í. Stundum var Ísland þriðja eða fjórða landið sem þau komu til, mörg vissu að það væri engin von en reyndu að halda áfram að lifa eins og aðrir.“

Sem myndlistarkennari skynjaði Ásdís óöryggið sem endurspeglaðist í verkum barnanna og fannst það átakanlegt. „Þau áttu í erfiðleikum með að klára myndirnar og þau teiknuðu manneskjur í lausu lofti eins og þær vantaði tengingu við jörðina.“

Sýningin er hluti af Barnamenningarhátíð og henni lýkur á morgun. Ókeypis er inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×