Enski boltinn

Aron Einar og félagar réðu ekki við Newcastle

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff.
Aron Einar var á sínum stað á miðjunni hjá Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City sem tapaði 0-2 fyrir Newcastle United á heimavelli í ensku B-deildinni í kvöld.

Þetta var síðasti heimaleikur Cardiff á tímabilinu. Liðið er í 13. sæti deildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 55. mínútu kom Christian Atsu Newcastle yfir með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu.

Tíu mínútum síðar bætti Isaac Hayden öðru marki við. Lokatölur 0-2, Newcastle í vil.

Newcastle er búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið á enn möguleika á að vinna B-deildina en þá þarf topplið Brighton að misstíga sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×