Erlent

Skjáþreyta dregur úr sölu á rafbókum

Lesendur í Bretlandi eru orðnir þreyttir á rafbókum.
Lesendur í Bretlandi eru orðnir þreyttir á rafbókum. NORDICPHOTOS/GETTY
Skjáþreyta á mögulega þátt í aukinni sölu á prentuðum bókum í Bretlandi, að því er segir á fréttavef The Guardian. Sala á rafbókum minnkaði um 17% í fyrra og hefur ekki verið minni síðan 2011.

Lesendur virðast hafa snúið sér að hefðbundnum bókum á ný því að sala á öllum tegundum prentaðra bóka jókst um nær 9% í fyrra.

Haft er eftir framkvæmdastjóra samtaka breskra útgefenda að fólk sé farið að verða þreytt á öllum skjáum sem það horfir á alla vikuna. Prentaðar bækur séu tilbreyting.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×