Innlent

Hundrað lítrar af matarafgangasúpu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dóra hrærir í dýrindis grænmetissúpu sem er gerð úr grænmeti sem átti að henda
Dóra hrærir í dýrindis grænmetissúpu sem er gerð úr grænmeti sem átti að henda vísir/egill
Í dag er alþjóðlegur diskósúpudagur og af því tilefni stóð Slow food Reykjavík fyrir súpustuði í Sjávarklasanum í dag. Þar kom fólk saman og bjó til súpu úr matarafgöngum undir hressandi tónum plötusnúðs.

„Við erum að vekja athygli á matarsóun. Við höfðum samband við birgja og búðir og fengum grænmeti sem átti að henda. Og hér er fólk komið til að græja og gera - og þetta er einn af 180 súpudiskóviðburðum í dag," segir Dóra Svavarsdóttir, diskósúpustjóri.

Samkvæmt opinberum tölum eru 55 milljónir manns í Evrópu við hungurmörk - en á sama tíma er verið að henda mat, í Evrópu, sem myndi duga handa 490 milljónum manna. En hvað ætli þetta grænmeti sem átti að henda hér á Íslandi geti mettað marga munna?

„Þetta eru 100 lítrar af súpu - þannig að þetta er full máltíð handa 200 til 300 manns. Og þetta átti að fara í ruslið," segir Dóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×