Erlent

Stofnandi Wikipedia fordæmir tyrknesk yfirvöld

Anton Egilsson skrifar
Á Wikipedia er hægt að lesa margt fróðlegt.
Á Wikipedia er hægt að lesa margt fróðlegt. Vísir/EPA
Jimmy Wales, stofnandi vefalfræðisíðunnar Wikipedia, hefur fordæmt aðgerðir tyrkneskra yfirvalda sem lokuðu í dag fyrir aðgang að síðunni. Nær lokunin til aðgangs að Wikipedia á öllum tungumálum.

„Aðgangur að upplýsingum eru grundvallar mannréttindi. Ég mun standa með ykkur, tyrknesku þjóðinni, í baráttunni fyrir þessum réttindum,” sagði Wales á Twitter síðu sinni.

Sjá: Tyrknesk yfirvöld loka aðgangi að Wikipedia 

Samfélagsmiðlar í Tyrklandi loguðu eftir að ljóst var að komið hefði verið í veg fyrir aðgang almennings að síðunni og veltu margir vöngum yfir því hvort að ástæður bannsins mættu rekja til gagnrýninnar umfjöllunar um Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á síðunni.

Að því er fram kemur í frétt AFP um málið var ákvörðun yfirvalda um að loka aðgangi að síðunni tekin þar sem forsvarsmenn síðunnar neituðu að fjarlægja þaðan efni sem ýjar að samstarfi tyrkneskra yfirvalda við hin ýmsu hryðjuverkasamtök. Ekki verði opnað fyrir síðuna aftur fyrr en kröfum stjórnvalda verði mætt. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×