Lífið

Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones

Stefán Árni Pálsson skrifar

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum. 

Svo var farið yfir þær ástæður af hverju fólk eyðir svona miklum peningi á djamminu. 

Stefán og Tryggvi fengu til sín góðan gest en einn helsti sérfræðingur landsins um þættina Game of Thrones, Samúel Karl Ólason, mætti í Poppkastið og ræddi um þennan vinsælasta sjónvarpsþátt veraldar.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 21. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Að þessu sinni var Tryggvi Páll Tryggvason gestastjórnandi. (@tryggvipall)


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að vera cunt í heimi dragdrottninga

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum og ber þar helst að nefna plötusamningurinn sem Glowie gerði við útgáfurisann Columbia og mun hún gefa út plötu undir merkum fyrirtækisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira