Skoðun

Rökvillur Einars K. Guðfinnssonar

Árni Finnsson skrifar
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, skrifar grein til varnar laxeldi í Fréttablaðið 10. apríl. Hann gefur í skyn að þeir sem andvígir eru laxeldi hér við land séu jafnframt andstæðingar fiskeldis almennt; að þeir sem vilja vernda villta laxinn hér við land séu jafnvel andstæðingar þess að fæða mannkyn.

Einar K. vitnar til orða Kofi Annans um nauðsyn fiskeldis, en þau ummæli eru tæpast meðmæli með laxeldi í sjókvíum í þeim mæli sem Einar og félagar fyrirhuga. Eldislax er lúxusvara sem ekki er framleidd til að seðja hungraðan heim.

Gagnrýni þeirra sem vilja vernda villta laxinn beinist að óheftu laxeldi í sjókvíum. Laxeldi í kerjum á landi eða annars konar lokuðum kerfum er hvergi nærri eins skaðlegt umhverfinu og sjókvíaeldi.

Í Noregi hafa menn lent í ógöngum með laxeldi vegna laxalúsar og smitsjúkdóma. Samkvæmt nýlegum dómi sem gekk í æðsta dómstóli Svíþjóðar í umhverfismálum (Miljööverdomstolen) er laxeldi þar nú bannað á nokkrum stöðum á þeirri forsendu að umhverfisáhrifin standist ekki lög um umhverfisvernd. Sömu forsendur gætu átt við hér á landi.

Sú fullyrðing Einars K. Guðfinnssonar, að „Í þeim löndum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til að auka það enn frekar,“ stenst ekki í ljósi fyrrnefnds dómsúrskurðar í Svíþjóð.

Gagnrýni þeirra sem vilja vernda villta laxinn beinist að óheftu laxeldi í sjókvíum.




Skoðun

Sjá meira


×