Lífið

Falleg íslensk heimili: Blanda saman nýju og gömlu í Fossvoginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glæsileg íbúð á besta stað.
Glæsileg íbúð á besta stað.
Nýr íslenskur þáttur hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og heitir hann Falleg íslensk heimili.

Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli.

Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig. Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni. Að þessu sinni fóru sérfræðingarnir í Fossvoginn.

Eitt vinsælasta hverfi Reykjavíkur

Fossvogshverfið átti að verða fyrirmynd að íbúabyggð framtíðarinnar þegar það var reist árið 1961. Segja má að sú sýn hafi ræst að því leiti að í dag er það eitt vinsælasta hverfi Reykjavíkur. 

Arkitektarnir sem hönnuðu Fossvogshverfið lögðu til að byggðin yrði lágreist og húsin lögð í landið samsíða hæðarlínum brekkunnar þannig að allar íbúðir nytu sólar og útsýnis. Umferð akandi og gangandi var aðgreind og stígakerfið skipulagt þannig að ganga mætti frá hverju húsi í skóla, leikskóla, verslun og strætóbiðstöð án þess að fara yfir bílagötu.

Í fallegri íbúð í Fossvoginum hafa þau Tinna Traustadóttir og Ólafur Heiðar Þorvaldsson hreiðrað um sig og komið sér fyrir í huggulegu raðhúsi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×