Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Harðfylgni ungra foreldra á Suðurnesjum kann að hafa bjargað lífi átta mánaða gamallar dóttur þeirra. Þau þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en þegar stúlkan var lögð inn á barnaspítalann kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu.

Í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö fjöllum við nánar um þetta og heimsækjum fjölskylduna. Þar ræðum við líka við oddvita Bláskógabyggðar sem segir ekki spurningu hvort heldur hvenær alvarlegt umferðarslys verði á Biskupstungnabraut á meðan vegurinn sé ekki lagaður. Ríflega tvöfalt fleiri óku veginn á síðasta ári en Holtavörðuheiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×