Viðskipti innlent

Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist

Haraldur Guðmundsson skrifar
Blaðastandarnir fyrir utan skrifstofu Fréttatímans eru nú tómir.Stærstu hluthafarnir eru farnir úr stjórn útgáfufélagsins .
Blaðastandarnir fyrir utan skrifstofu Fréttatímans eru nú tómir.Stærstu hluthafarnir eru farnir úr stjórn útgáfufélagsins . Vísir/Ernir

Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, tapaði 151 milljón króna á rekstri fjölmiðilsins í fyrra. Tapið meira en tífaldaðist miðað við árið 2015 þegar afkoman var neikvæð um 13,5 milljónir króna

Þetta kemur fram í rekstrarreikningi Morgundags fyrir 2016 sem Markaðurinn hefur undir höndum. Samkvæmt honum jukust auglýsingatekjur fjölmiðilsins úr 383 milljónum árið 2015 í 504 milljónir í fyrra. Útgáfukostnaður Morgundags nam 369 milljónum samanborið við 231 milljón árið á undan. Laun og annar starfsmannakostnaður jókst um 99,7 milljónir milli ára og var í árslok 2016 um 223 milljónir. Rekstrartap fjölmiðilsins fyrir fjármunatekjur og gjöld nam 137,6 milljónum.

Útgáfudögum blaðsins var fjölgað úr einum í tvo og síðan þrjá í kjölfar aðkomu nýrra eigenda að útgáfunni í nóvember 2015. Í þeim hópi voru meðal annars þeir Gunnar Smári Egilsson, fráfarandi ritstjóri Fréttatímans, Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri blaðsins, og Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og einn eigenda IKEA á Íslandi. Þremenningarnir mynda núverandi eigendahóp fjölmiðilsins en líkt og komið hefur fram er óljóst um framtíð hans og hvort fleiri tölublöð muni líta dagsins ljós. Um tíu starfsmenn hafa ekki enn fengið greidd laun fyrir marsmánuð og hefur Gunnar Smári, stærsti eigandi blaðsins, sagt skilið við fjölmiðilinn og undirbýr hann nú stofnun Sósíalistaflokks Íslands. 

Gunnar og Sigurður Gísli sögðu sig í gær úr stjórn Morgundags og er nú enginn skráður stjórnarmaður hjá félaginu.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150