Viðskipti innlent

Boða stofnun félags ungs áhugafólks um sjávarútveg

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tryggvi Másson, er einn þeirra sem standa að stofnun félagsins.
Tryggvi Másson, er einn þeirra sem standa að stofnun félagsins. Vísir/Vilhelm

UFSI, félag ungs áhugafólks um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi og úti í heimi, verður stofnað næstkomandi þriðjudag.

Félagið mun hafa að leiðarljósi að skapa málefnanlega og óhlutdræga umræðu um greinina, en á Facebook síðu félagsins kemur fram, að aðstandendum félagsins þykji umræðan um sjávarútvegsmál oft vera á villigötum.

Í samtali við Vísi segir Tryggvi Másson, einn þeirra aðila sem kemur að stofnun félagsins, að hugmyndin hafi vaknað síðastliðið vor og þá hafi verið stofnaður Facebook hópur. Margir hafi þá skráð sig og haft samband við þá félaga og lýst yfir áhuga á þátttöku í slíku félagi.

Tryggvi segir að félaginu sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á sjávarútvegi og tengdum greinum en ekki að vera einhverskonar hagsmunasamtök í sjávarútvegi.

„Við viljum fyrst og fremst vekja athygli ungs fólks á öllu því starfi sem á sér stað og umfangi atvinnugreinarinnar, sem og að vera umræðuvettvangur fyrir þau mál sem koma upp tengd atvinnugreininni.“

„Við ætlum ekki að taka afstöðu til ákveðinna mála, heldur vera vettvangur þar sem fólk getur skipst á skoðunum og fræðst um sjávarútvegsmál, allt frá einföldustu til flóknustu mála.“

Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, mun meðal annars mæta og halda tölu, en fundurinn fer fram klukkan 17:00 í húsakynnum sjávarútvegsráðuneytisins á Skúlagötu 4. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836