Viðskipti innlent

1.400 sumarstörf hjá Icelandair

Sveinn Arnarsson skrifar
Til samanburðar við 1.400 sumarstörf Icelandair búa um 1.250 manns á Siglufirði.
Til samanburðar við 1.400 sumarstörf Icelandair búa um 1.250 manns á Siglufirði. vísir/vilhelm

Icelandair Group mun ráða til sín rúmlega 1.400 starfsmenn yfir sumarmánuðina. Mikil fjölgun ferðamanna sem hingað koma veldur því að sumarstarfsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair, segir það ánægjuefni að margir hverjir séu að koma ár eftir ár og haldi tryggð við fyrirtækið.

„Það er gleðilegt að á þessum uppgangstímum getum við veitt fólki góð launuð störf hjá okkur. Vel á sjötta þúsund einstaklinga starfa hjá okkur nú í dag sem er frábært,“ segir Svali.

Um 650 starfsmenn fara til starfa hjá Icelandair og um 350 til IGS sem þjónustar farþega á jörðu niðri. Rúmlega 300 starfsmenn verða einnig ráðnir inn til hótela Ice­landair svo dæmi sé tekið.

„Það sem er einnig áhugavert er að af öllum þessum starfsmönnum er kynjaskiptingin tiltölulega jöfn sem er markmið hjá okkur á öllum okkar sviðum,“ segir Svali.Fleiri fréttir

Sjá meira