Innlent

Meina keppinaut sínum aðgang að slipp á Húsavík

Sveinn Arnarsson skrifar
Gentle Giants gæti orðið af tekjum við að komast ekki í slipp fyrir vertíðarbyrjun.
Gentle Giants gæti orðið af tekjum við að komast ekki í slipp fyrir vertíðarbyrjun. vísir/pjetur
Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants er í miklum vandræðum með að koma bátum sínum í slipp fyrir komandi vertíð en helsti keppinautur þeirra hefur meinað þeim aðgang að slippnum á Húsavík. Þetta segir Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants.

Fyrirtæki í eigu Norðursiglingar á slippinn á Húsavík. Norðursigling og Gentle Giants eru stór fyrirtæki í hvalaskoðun frá Húsavík sem veltir milljörðum á hverju ári.

Hvalaskoðunarfyrirtækin tvö hafa á síðustu árum eldað grátt silfur. Hefur Gentle Giants til að mynda kvartað til Neytendastofu varðandi markaðsherferð Norðursiglingar um kolefnishlutlausa hvalaskoðun og hefur Norðursigling kvartað undan bátum Gentle Giants á Skjálfandaflóa og sakað þá um hávaða og brussuskap.

„Það er alveg klárt að þeir eru með þessu að hefna sín á okkur fyrir það eitt að hafa kvartað undan framsetningu þeirra á því að vera kolefnishlutlausir. Það er alveg augljóst,“ segir Stefán.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, harðneitar þessu að verið sé að hefna fyrir ákveðnar gjörðir. Hins vegar sé það rétt að fyrirtækið hafi gefið það út að ekki væri hægt að lofa þeim inn í slippinn fyrir þessa vertíð.

„Við erum ekki í stríði við nokkurn mann enda hvernig ættum við að þurfa þess á meðan fjögur fyrirtæki eiga fullt í fangi með að þjónusta alla þá ferðamenn sem koma hingað í hvalaskoðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×