Lífið

Hlauptu af þér páskaeggið með nýju lagi Sveittra Gangavarða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Engar líkur eru á því að þessi hlaupari sé að hlusta á Mizuno enda var lagið bara að koma út.
Engar líkur eru á því að þessi hlaupari sé að hlusta á Mizuno enda var lagið bara að koma út. Vísir/Stefán
Goðsagnakennda rafsveitin Sveittir Gangaverðir er mætt aftur með annan smell fyrir alla þá sem vilja hlaupa af sér páskaeggin um hátíðarnar.

Vísir greindi frá endurkomu Gangavarðanna fyrir áramót þegar þeir sendu frá sér lagið ARNALDS en um 15 ár eru liðin frá því að fræðgarsól þeirra reis sem hæst.

Sveitin var til milli jóla og nýárs árið 1999 þegar strákarnir voru á öðru ári í menntaskóla; hluti sveitarinnar var í MH en hinn í MS.

Sjá einnig: Sveittir gangaverðir snúa aftur og rappa um „The Arnalds“

Í nýja lagi sveitarinnar, sem ber nafn íþróttavöruframleiðandans Mizuno, fara Gangaverðirnir Andri Fannar og Óskar mikinn.

Að sögn Gangavarðanna er taktur lagsins í „púlstempói“ og því tilvalið að hlaupa af sér páskaeggin með lagið í eyrunum.

Það má heyra hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Sveittir gangaverðir snúa aftur og rappa um „The Arnalds“

Rappsveitin hafa sent frá sér lagið Arnalds, fimmtán árum eftir að sveitin sló gegn með lögum á borð við Boogie Boggie, Dansa út úr flippað og Hustler. Út er komið lagið Arnalds og fleiri lög eru væntanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×