Körfubolti

Valur upp í Domino's deildina eftir 47 stiga sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Austin Magnús Bracey skoraði 33 stig og var stigahæstur á vellinum.
Austin Magnús Bracey skoraði 33 stig og var stigahæstur á vellinum. vísir/anton
Valur leikur í Domino's deild karla á næsta tímabili en þetta var ljóst eftir stórsigur liðsins, 109-62, á Hamri í oddaleik í umspili í kvöld. Valsmenn lentu 2-1 undir í einvíginu en komu til baka og unnu tvo síðustu leikina.

Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Vals í kvöld gríðarlega miklir. Strax eftir 1. leikhluta var munurinn orðinn 23 stig, 32-19, og hann jókst bara eftir því sem leið á leikinn. Á endanum munaði 47 stigum á liðunum, 109-62. Ótrúlegar tölur í oddaleik.

Austin Magnús Bracey og Urald King fóru fyrir Valsliðinu í kvöld. Bracey skoraði 33 stig og King var með 24 stig og 16 fráköst.

Christopher Woods var að venju atkvæðamestur í liði Hamars með 16 stig og 12 fráköst.

Valur lék síðast í efstu deild tímabilið 2013-14. Þá vann liðið aðeins tvo leiki og endaði í tólfta og neðsta sæti deildarinnar.

Valur-Hamar 109-62 (32-9, 28-17, 24-19, 25-17)

Valur: Austin Magnus Bracey 33/6 fráköst, Urald King 24/16 fráköst/4 varin skot, Sigurður Páll Stefánsson 9/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 8/5 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 8, Illugi Steingrímsson 7, Oddur Birnir Pétursson 5/5 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 5/5 fráköst, Illugi Auðunsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 2/7 fráköst, Benedikt Blöndal 2/4 fráköst/7 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2.

Hamar: Christopher Woods 16/12 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 14/5 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 7, Örn Sigurðarson 7, Snorri Þorvaldsson 5, Hilmar Pétursson 4, Oddur Ólafsson 3, Smári Hrafnsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2/5 fráköst, Guðjón Ágúst Guðjónsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×