Viðskipti innlent

Styttra til Asíu

Svavar Hávarðsson skrifar
Með millilendingu í Finnlandi kemstu til Peking á 13 klukkutímum.
Með millilendingu í Finnlandi kemstu til Peking á 13 klukkutímum. NordicPhotos/AFP
Fyrsta flug finnska flugfélagsins Finnair til Helsinki frá Keflavíkurflugvelli er á þriðjudag.

Þetta eru talin nokkur tímamót þar sem flug Finnair mun stórbæta tengingar Íslands við Asíu og átján áfangastaði flugfélagsins þar. Svo dæmi sé tekið verður hægt að komast milli Íslands og Peking með Finnair í gegnum Helsinki á aðeins þrettán klukkustundum.

Kerfi Finnair svipar til þeirra sem Icelandair og WOW styðjast við milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×