Viðskipti innlent

Nox Medical vex hraðast

Svavar Hávarðsson skrifar
Gríðarlegur kraftur er í starfsmönnum Nox - og árangurinn eftir því.
Gríðarlegur kraftur er í starfsmönnum Nox - og árangurinn eftir því. vísir/anton brink
Íslenska svefnrannsóknafyrirtækið Nox Medical er á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem hafa vaxið hvað hraðast á milli áranna 2012 til 2015.

Af fyrirtækjunum þúsund er Nox Medical í 482. sæti listans. Sé einungis litið til heilsugeirans og þeirra fyrirtækja sem hafa náð meira en 10 milljónum evra í ársveltu hefur ekkert fyrirtæki vaxið hraðar en Nox Medical, samkvæmt Finincal Times.

„Við erum afskaplega stolt af þessum árangri,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical. „Starfsfólk okkar, eigendur og samstarfsaðilar eiga allan heiðurinn af þessu enda hafa þau lagt mikið á sig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×