Handbolti

Yfir þessu voru Selfyssingar brjálaðir | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Ásgeirsson skoraði jöfnunarmarkið umdeilda.
Elvar Ásgeirsson skoraði jöfnunarmarkið umdeilda. vísir/stefán
Afturelding tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla þriðja árið í röð eftir sigur á Selfossi, 31-33, eftir framlengdan leik í Vallaskóla.

Selfyssingar voru mjög ósáttir við jöfnunarmark Aftureldingar undir lok venjulegs leiktíma.

Mosfellingar fóru í sókn í stöðunni 27-26. Þegar sjö sekúndur voru eftir brutu Elvar Örn Jónsson og Sverrir Pálsson í sameiningu á Mikk Pinnonen á vinstri kantinum og aukakast var dæmt.

Jóhann Jóhannsson náði í boltann og tók aukakastið greinilega á röngum stað, til móts við mitt markið. Jóhann sendi boltann á Elvar Ásgeirsson sem lyfti sér upp, þrumaði boltanum í fjærhornið og tryggði Aftureldingu framlengingu.

Þar voru Mosfellingar sterkari aðilinn og þeir unnu leikinn með tveimur mörkum, 31-33.

Myndband af atvikinu umdeilda undir lok venjulegs leiktíma má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×