Íslenski boltinn

Svona voru mörkin þegar KR vann FH á Skírdag | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta með því að vinna 2-1 sigur á Íslandsmeisturum FH í undanúrslitaleik liðanna á gervigrasi KR-inga.

Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 31. mínútu en Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fyrir FH-liðið aðeins mínútu síðar. Nýi Daninn í KR-liðinu, Tobias Thomsen , skoraði síðan sigurmark KR-liðsins, eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleik.

Tobias Thomsen hefur þar með skorað í tveimur fyrstu keppnisleikjum sínum fyrir KR en hann skoraði einnig mark í 4-1 sigri á Þór Akureyri í átta liða úrslitunum.

Óskar Örn Hauksson var líka enn einu sinni á skotskónum hjá KR-liðinu en hann hefur nú skorað í fjórum síðustu leikjum liðsins í Lengjubikarnum og alls sjö mörk í sjö leikjum í keppninni í ár.

Leikur KR og FH var sýndur beint á Stöð 2 Sport og má sjá mörkin úr leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.

KR mætir Grindavík í úrslitaleiknum sem fer fram klukkan 19.15 á Valsvelli á annan í páskum en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×