Fótbolti

Bartra: Erfiðustu fimmtán mínúturnar á ævinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Bartra á sjúkrahúsinu.
Marc Bartra á sjúkrahúsinu. Mynd/Instagram
Marc Bartra, leikmaðurinn hjá Borussia Dortmund, sem slasaðist við sprengingarnar við liðsrútu liðsins, hefur tjáð sig um það sem gerðist á þriðjudagskvöldið.

„Núna þegar ég horfi á úlnliðinn minn bólginn og illa farin, þá fyllist ég stolti,“ skrifaði Marc Bartra á Instagram í dag.

Þrjár sprengjur sprungu við liðsrútu Borussia Dortmund þegar liðið var á leiðinni í fyrri leik sinn á móti Mónakó í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Inn í sprengjunum voru málmhlutir sem þeyttust út um allt.

Bartra var eini leikmaður sem meiddist en hann handleggsbrotnaði og var fluttur beint upp á sjúkrahús.

Marc Bartra þakkar fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn en hún hefur heimsótt hann reglulega á sjúkrahúsið. „Þau skipta mig öllu máli og ástæðan fyrir því að ég kemst í gegnum erfiða tíma og þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum,“ skrifaði Bartra.

„Sársaukinn og skelfingin og svo að vita ekki hvað væri í gangi eða hve lengi þetta myndi standa yfir. Þetta voru lengstu og erfiðustu fimmtán mínúturnar á ævinni,“ skrifaði Bartra.

Bartra þakkaði líka öllum sem hafa sent honum kveðjur eða hugsað til hans.  „Það eina sem ég bið um er að við lifum öll saman í friði og skiljum stríðin eftir í fortíðinni,“ skrifaði Bartra.

Hoy he vuelto a recibir en el hospital la visita que más feliz me hace. Ellas son mi todo, la razón por la que lucho para superar siempre los obstáculos y este ha sido el peor de mi vida, una experiencia que no desearía a nadie en este mundo. El dolor, el pánico y la incerteza de no saber lo que estaba pasando, ni cuánto tiempo duraría... fueron los 15 minutos más largos y duros de mi vida. A todo esto os quiero decir, que creo que el shock de estos días va disminuyendo cada vez más y a la vez se suman las ganas de vivir, de luchar, de trabajar, de reír, de llorar, de sentir, de querer, de creer, de jugar, de entrenar, de seguir disfrutando de mi gente, seres queridos, compañeros, de mi pasión, de defender, de oler el césped como hago antes de que empiece el partido y motivarme. De ver las gradas llenas de personas que aman nuestra profesión, gente buena que sólo quiere que le hagamos sentir emociones para olvidarse del mundo y sobre todo de este mundo en el que vivimos, cada vez más loco. Lo único que pido, LO ÚNICO, es que vivamos TODOS en paz y dejemos atrás las guerras. Estos días cuando me miro la muñeca, hinchada y malherida, sabéis qué siento? Orgullo. La miro orgulloso pensando en que todo el daño que querían hacernos el martes, se quedó en esto. Gracias a los doctores, enfermeras, fisioterapeutas y personas que me ayudan a recuperar y que la muñeca quede perfecta. A las miles y miles de personas, medios, organizaciones de todo tipo, el BVB y compañeros, que me habéis hecho llegar vuestro apoyo y cariño. Por pequeño que sea, me ha llenado increíblemente de fuerzas para seguir SIEMPRE adelante. Necesitaba escribir y desahogarme y así zanjar todo para ya solo pensar en ponerme al 100% lo más pronto posible! Un saludo muy grande! Marc

A post shared by Marc Bartra (@marcbartra) on


Tengdar fréttir

Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram

Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær.

Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap

Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×