Formúla 1

Button tekur sæti Alonso í Mónakó

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Fernando Alonso og Jenson Button voru liðsfélagar á síðasta ári, hjá McLaren.
Fernando Alonso og Jenson Button voru liðsfélagar á síðasta ári, hjá McLaren. Vísir/Getty
Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum.

Jenson Button var strax líklegasti ökumaðurinn til að taka sæti Alonso, enda á samning hjá McLaren-Honda sem varaökumaður. Ýmsar hugmyndir komu þó upp um mögulega valkosti McLaren-Honda liðsins.

„Ég er mjög spenntur að koma til baka í Formúlu 1 fyrir eina keppni og ég gæti ekki hugsað mér betri stað til að gera það en í Mónakó,“ sagði Jenson Button.

„Þetta er flókin götubraut þar sem góður ökumaður getur skipt miklu máli. Þótt að McLaren-Honda MCL32 hefur ekki byrjað tímabilið vel, þá held ég að Mónakó brautin gæti hentað bílnum betur en þær hröðu brautir sem Fernando og Stoffel hafa keppt á í ár,“ bætti Button við.

Button er greinilega spenntur að takast á við Mónakó kappaksturinn. Alonso býður þétt dagskrá þar sem hann þarf að sinna fjölmiðlaskyldum í kringum Indy 500 ásamt því að reyna að undirbúa sig fyrir kappaksturinn sjálfan.


Tengdar fréttir

Wehrlein með í Barein

Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 snýr aftur til keppni í Barein. Hann missti af fyrstu tveimur keppnum ársins.

Raikkonen lofar bótum og betrun

Kimi Raikkonen segir að lausnin sé fundin við "lélegri“ byrjun hans á tímabilinu. Ferrari kom vel undan vetri en Raikkonen virtist ekki hafa gert það sama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×