Enski boltinn

Ragnar settur inn á til að verja forskotið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar og félagar eru í baráttu um sæti í umspili.
Ragnar og félagar eru í baráttu um sæti í umspili. vísir/getty
Fulham vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar liðið bar sigurorð af Norwich á útivelli, 1-3, í ensku B-deildinni. Fulham var einum færri allan seinni hálfleikinn en náði samt að vinna flottan sigur.

Ragnar Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu, fimm mínútum eftir að Cameron Jerome minnkaði muninn í 1-2 fyrir Norwich.

Fulham hélt út og bætti einu marki við á lokamínútunni. Lokatölur 1-3, Fulham í vil.

Ragnar og félagar er í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Sheffield Wednesday, sem situr í 6. sætinu, vann 1-0 sigur á Cardiff City. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem er í 14. sæti deildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bristol City vann 2-1 sigur á QPR.

Bristol hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og er komið upp í 18. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×