Innlent

Lífeyrisréttindi á þriðja þúsund kvenna í hættu

Sveinn Arnarsson skrifar
Lífeyrissjóður bænda varar við frumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi sérlög um sjóðinn. Munu  lífeyrisréttindi á þriðja þúsund kvenna skerðast sem verður ekki við unað.
Lífeyrissjóður bænda varar við frumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi sérlög um sjóðinn. Munu lífeyrisréttindi á þriðja þúsund kvenna skerðast sem verður ekki við unað. vísir/stefán
Lífeyrissjóður bænda varar við frumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi sérlög um sjóðinn. Munu  lífeyrisréttindi á þriðja þúsund kvenna skerðast sem verður ekki við unað.

Lífeyrissjóður bænda tók til starfa árið 1971 og fengu aðeins karlmenn aðgang að sjóðnum. Árið 1984 fengu konur aðgang. Sama ár fengu karlar bréf þar sem þeir gátu óskað eftir því að réttindi þeirra yrði skipt til helminga með eiginkonu þeirra. Konur í stétt bænda voru ekki spurðar.

„Ég hef verið foxill út í sjóðinn síðan 1984,“ segir Sólrún Ólafsdóttir, ellilífeyrisþegi og fyrrum bóndi á Kirkjubæjarklaustri.

„Ég held að sjaldan í lífinu hafi verið gert jafn lítið úr mér.“

Sett voru í lögin sér ákvæði til að tryggja rétt kvenna við fráfall maka. „Á tímum krafna um jafnrétti er eðlilegt að benda á að ef lögin yrðu felld úr gildi, væri verið að skerða réttindi maka bænda, í flestum tilvikum er um konur að ræða,“ segir Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×