Golf

Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn hefur nú keppt á fimm mótum á LPGA-mótaröðinni.
Ólafía Þórunn hefur nú keppt á fimm mótum á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu.

Ólafía Þórunn var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Lotte/Hershey mótsins á Hawaii. Þetta var þriðja mótið í röð á LPGA-mótaröðinni þar sem Ólafía Þórunn kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði frábærlega á fyrstu tveimur mótunum og komst þá í gegnum niðurskurðinn.

„Langt síðan ég hef skrifað hérna. Ég er búin að rekast óvart á nokkur komment um mig. Að velta fyrir sér hvað er eiginlega að... eða hvað er í gangi hjá mér. Fjölmiðlar skrifa líka af og til greinar um mig sem segja ekki alltaf rétt frá,“ segir Ólafía Þórunn í pistli sínum.

„Þetta er jú allt eðlilegt og hluti af þessu, allt í góðu. Ég reyni að hunsa þetta því það virkar best fyrir mig, og er þakklát fyrir jákvæðu, fallegu skilaboðin sem ég fæ send. En ég get sagt ykkur það að golf er ekki alltaf dans á rósum. Þér þarf að líða vel, vera mátulega afslappaður, æfa mikið, passa líkamann, borða hollt, sofa vel, vera hamingjusamur, vera með caddý sem passar þér, halda sér í núinu, vera jákvæður, vera andlega sterkur, vel einbeittur o.s.frv.“

Ólafía Þórunn segist hafa sett of mikla pressu á sjálfa sig að undanförnu og þurfi að slaka betur á og einbeita sér að golfinu.

Pistil Ólafíu Þórunnar má lesa hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×