Golf

Valdís Þóra lék á einu yfir pari í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra er í fínum málum í Marokkó.
Valdís Þóra er í fínum málum í Marokkó. mynd/gsí
Valdís Þóra Jónsdóttir lék þriðja hringinn á Lalla Meryem mótinu í golfi sem fer fram í Marokkó á einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra er samtals á fjórum höggum yfir pari og er í 26.-35. sæti.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari en náði sér betur á strik í gær þegar hún lék á einu höggi undir pari. Það dugði henni til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra hóf leik á tíundu holu í dag. Hún var á parinu eftir fyrstu níu holurnar á parinu en fékk svo fugl á annarri holu.

Hún fékk hins vegar þrjá skolla og einn fugl á síðustu sex holunum og endaði því á einu höggi yfir pari. Valdís Þóra fékk alls þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum í dag.

Suzann Pettersen frá Noregi er með tveggja högga forystu á Felicity Johnson og Annabel Dimmock frá Englandi og Lydiu Hall frá Wales.

Mótinu í Marokkó lýkur á morgun.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra á fjórum yfir pari

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur lokið keppni á fyrsta degi Lalla Meryem mótsins í golfi sem fer fram í Marokkó.

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Lalla Meryem mótinu í golfi sem fer fram í Marokkó. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×