Golf

Valdís Þóra lék á einu yfir pari í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra er í fínum málum í Marokkó.
Valdís Þóra er í fínum málum í Marokkó. mynd/gsí

Valdís Þóra Jónsdóttir lék þriðja hringinn á Lalla Meryem mótinu í golfi sem fer fram í Marokkó á einu höggi yfir pari. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra er samtals á fjórum höggum yfir pari og er í 26.-35. sæti.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari en náði sér betur á strik í gær þegar hún lék á einu höggi undir pari. Það dugði henni til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra hóf leik á tíundu holu í dag. Hún var á parinu eftir fyrstu níu holurnar á parinu en fékk svo fugl á annarri holu.

Hún fékk hins vegar þrjá skolla og einn fugl á síðustu sex holunum og endaði því á einu höggi yfir pari. Valdís Þóra fékk alls þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum í dag.

Suzann Pettersen frá Noregi er með tveggja högga forystu á Felicity Johnson og Annabel Dimmock frá Englandi og Lydiu Hall frá Wales.

Mótinu í Marokkó lýkur á morgun.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Lalla Meryem mótinu í golfi sem fer fram í Marokkó. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira