Enski boltinn

Sjöundi sigur Spurs í röð | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með öruggum 4-0 sigri á Bournemouth í dag.

Þetta var sjöundi sigur Tottenham í röð en liðið hafði gríðarlega yfirburði í leiknum í dag.

Tottenham átti alls 22 skot í leiknum. Arthur Boruc, markvörður Bournemouth, var í yfirvinnu og varði alls níu skot í leiknum.

Moussa Dembélé kom Spurs yfir á 16. mínútu þegar hann skoraði sitt fyrsta deildarmark í vetur. Þremur mínútum síðar bætti Son Heung-Min öðru marki við og staðan var 2-0 í hálfleik.

Harry Kane sneri aftur í byrjunarlið Spurs í dag og hann skoraði þriðja mark liðsins á 48. mínútu. Þetta var tuttugasta deildarmark enska landsliðsframherjans í vetur.

Það var svo Vincent Janssen sem skoraði fjórða mark Spurs í uppbótartíma. Þetta var fyrsta mark hans úr opnum leik í ensku úrvalsdeildinni og það var greinilegu þungu fargi af honum létt. Lokatölur 4-0, Tottenham í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×