Enski boltinn

Gylfi fyrirliði Swansea í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi í baráttunni við Daryl Janmaat.
Gylfi í baráttunni við Daryl Janmaat. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Swansea City sem leikur nú gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Jack Cork, fyrirliði Swansea, er meiddur og því er íslenski landsliðsmaðurinn með fyrirliðabandið í dag.

Þetta er í annað skiptið sem Gylfi er fyrirliði hjá Swansea en hann var einnig fyrirliði í 3-1 tapi á móti Stoke City 31. október á síðasta ári.

Gylfi hefur einu sinni verið fyrirliði íslenska landsliðsins en það var í 2-0 sigri á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 9. október 2016.

Staðan í leik Swansea og Watford er markalaus. Fylgjast má með gangi mála með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×