Innlent

Býður túristum að klappa hestunum sínum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fimm hestar á bæ í Biskupstungum þurfa ekki að hafa mikið fyrir lífinu, þökk sé Margeiri Ingólfssyni, ferðaþjónustubónda. 

Ástæðan er sú að þeirra hlutverk er að láta klappa sér og standa fyrir á myndum allan daginn, ásamt því að fá hestanammi frá þeim þúsund ferðamönnum sem heimsækja þá á hverjum degi.

Á bænum Brú í Biskupstungum, sem er staðsettur við veginn á milli Gullfoss og Geysis hefur verið komið upp aðstöðu fyrir ferðamenn í hestagerði þar sem þeim gefst kostur á að klappa hestunum, taka ljósmyndir og þeir sem vilja geta keypt hestanammi í sjálfsala og gefið hestunum.

Leiðsögumenn og rútubílstjórar eru mjög ánægðir með framtak Margeirs og fjölskyldu á Brú, ef marka má Sögu Líf Friðriksdóttur, leiðsögumanni hjá Arctic Adventures. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×