Sport

Demetrious Johnson jafnaði met Anderson Silva

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Demetrious Johnson eftir enn einn sigurinn.
Demetrious Johnson eftir enn einn sigurinn. Vísir/Getty
Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson jafnaði met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Johnson sigraði Wilson Reis með uppgjafartaki í 3. lotu.

Sigurinn var aldrei í hættu og naut Johnson gífurlegra yfirburða í aðalbardaganum á UFC on Fox 24 bardagakvöldinu í Kansas. Johnson vann fyrstu tvær loturnar örugglega áður en hann kláraði Reis með armlás í þriðju lotu. Reis er svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu og var þetta fyrsta tapið hans á ferlinum eftir uppgjafartak.

Johnson er fyrsti og eini meistari UFC í fluguvigtinni en þetta var tíunda titilvörn hans.

Rose Namajunas átti frábæra frammistöðu þegar hún sigraði Michelle Waterson með hengingu í 2. lotu. Namajunas sparkaði karate stelpuna niður með hásparki og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu áður en hún læsti hengingunni. Með sigrinum er Namajunas komin ansi nálægt titilbardaga í strávigt kvenna.

Robert Whittaker átti sömuleiðis frábæra frammistöðu þegar hann sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Óhætt er að segja að Whittaker sé kominn meðal þeirra allra bestu í millivigtinni með sigrinum og verður gaman að sjá hvern hann fær í næsta bardaga.

Bardagakvöldið var afar góð skemmtun en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×