Körfubolti

Utah vann Clippers með flautukörfu | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Utah fagna sigrinum.
Leikmenn Utah fagna sigrinum. vísir/afp
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Joe Johnson tryggði Utah Jazz sigur á Los Angeles Clippers, 95-97, með ótrúlegri flautukörfu.

Þetta var sterkur sigur hjá Utah sem missti miðherjann öfluga, Rudy Gobert, út af vegna hnémeiðsla í upphafi leiks.

Johnson kom með 21 stig af bekknum hjá Utah en alls skoruðu varamenn liðsins 47 stig í leiknum.

Blake Griffin skoraði 26 stig og Chris Paul 25 fyrir Clippers. Sá síðarnefndi gaf einnig 11 stoðsendingar.

Kawhi Leonard skoraði 32 stig þegar San Antonio Spurs bar sigurorð af Memphis Grizzlies, 111-82.

LaMarcus Aldridge var með 20 stig og Tony Parker 18 í nokkuð öruggum sigri San Antonio.

Marc Gasol var langstigahæstur í liði Memphis með 32 stig.

Milwaukee Bucks stal heimavellinum af Toronto Raptors með 14 stiga sigri, 83-977, í leik liðanna í nótt.

Varnarleikur Milwaukee var öflugur og hélt Toronto í aðeins 32 stigum í seinni hálfleik.

Giannis Antetokounmpo skoraði 28 stig og tók átta fráköst í liði Milwaukee. DeMar DeRozan var stigahæstur hjá Toronto með 27 stig.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×