Formúla 1

Vettel: Ég er ekki farinn að horfa á heimsmeistarakeppnina ennþá

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Valtteri Bottas.
Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Valtteri Bottas. Vísir/Getty

Sebastian Vettel vann sína aðra keppni á tímabilinu í dag þegar hann kom fyrstur í mark í Barein. Hann er því með sjö stiga forskot á Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina?

„Þetta var góður dagur. Strax í upphafi fann ég að við gátum fylgt Valtteri [Bottas] eftir og hugsaði að við myndum hafa eitthvað að segja í dag. Ég gat stýrt umferðinni í dag eftir að ég hafði náð forystunni. Lewis ógnaði undir lokin en ég hafði stjórn á hlutunum. Tímabilið er langt og ég er ekki farinn að horfa á heimsmeistarakeppnina ennþá,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum.

„Ég gerði mistök á leiðinni inn á þjónustusvæðið og þetta var mér að kenna. Ferrari átti góðan dag. Valtteri var herramaður á brautinni,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.

„Þetta var erfið keppni, ég átti erfitt með að halda hraðanum uppi. Ég var með of mikinn loftþrýsting í afturdekkjunum sem olli mér vandræðum. Afturendinn leitaði út alla keppnina sem gerði mér erfitt fyrir að halda hraðanum uppi. Þetta var mín besta helgi með liðinu hingað til, það kemur meira seinna,“ sagði Valtteri Bottas sem varð þriðji í dag á Mercedes bílnum.

„Við lentum í vandræðum með rafstöð á ráslínunni þegar við vorum að undirbúa bíl Valtteri fyrir keppnina og við gátum ekki lækkað þrýstinginn í dekkjunum hjá honum. Þess vegna var hann ekki eins fljótur og Hamilton,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.

Max Verstappen lenti í bremsubilun og endaði á varnarvegg. Vísir/Getty

„Ég tapaði þremur eða fjórum sætum þegar öryggisbíllinn kom út, ég var nýbúinn að taka þjónustuhlé. Á næstunni vil ég fara að sækja fleiri stig,“ sagði Esteban Ocon sem kom 10. í mark á Force India bílnum, eins og í hinum tveimur keppnum tímabilsins.

„Afturbremsurnar biluðu og ég gat ekki hægt almennilega á bílnum. Auðvitað hefði ég viljað vera með í keppninni. Ég hefði getað náð í góð stig og það er sárt að sjá eftir þeim,“ sagði Max Verstappen sem féll úr leik á Red Bull bílnum.

„Ég vorkenni Stoffel [Vandoorne] sem fékk ekki tækifæri til að byrja keppnina. Tímabilið hefur ekki byrjað vel. Liðið er pirrað yfir stöðunni. Ég held að hótanir hafi ekki áhrif. Ég held að við verðum að reyna að vinna í þessu vandamáli með Honda. Ég held að við sjáum bjartari framtíð þegar við komum til evrópu,“ sagði Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren.

„Ég ræsti áttundi svo sjötta sætið er góð niðurstaða. Ég var í baráttunni með stóru liðunum í dag. Því miður eru dekkin ekki að endast okkur eins vel og toppliðunum. Mér líður eins og ég hafi unnið. Ég er hamingjusamur,“ sagði Felipe Massa sem varð sjötti í dag á Williams bílnum.


Tengdar fréttir

Sebastian Vettel vann í Barein

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji.

Valtteri Bottas á ráspól í Barein

Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira