Innlent

Þríbura kiðlingar og syngjandi hundur á bæ í Flóahreppi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Á bænum Vestur Meðalholti  í Flóahreppi eru þau María Weiss og Magnús Erlendsson með blandaðan búskap.
Á bænum Vestur Meðalholti í Flóahreppi eru þau María Weiss og Magnús Erlendsson með blandaðan búskap. Mynd/Magnús Hlynur
Þríbura kiðlingar komu nýlega í heiminn á sveitabæ í Flóanum en það er mjög sjaldgæft að geitur beri þremur kiðlingum. 

Á bænum Vestur Meðalholti í Flóahreppi eru þau María Weiss og Magnús Erlendsson með blandaðan búskap. Geiturnar eru meira til gamans en fimm geitur eru á bænum. Oftast bera þær einum kiðlingi, stundum tveimur en að það komi þrír kiðlingar frá sömu Huðnunni er mjög fátítt. Huðnan heitir Karmen og Hafurinn Francesco.

„Ég trúði því varla að það væri hægt og það sem er náttúrulega svo skemmtilegt er að næsta dag fæddust líka þrílembingar hjá okkur. Þannig að sauðburðurinn byrjaði líka svona, eins og hjá geitunum,“ segir María.

Á bænum eru einnig þrír stórir hundar, meðal annars Stóri Dan sem syngur hástöfum þegar María sem er fiðlukennari spilar fyrir hundana sína.

Magnús Hlynur Hreiðarsson fór í heimsókn og skoðaði dýrin á bænum og í myndbandinu hér að neðan má meðal annars sjá hundinn Verdí taka undir með fiðluspili Maríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×