Handbolti

Kristianstad í góðum málum | Óvænt tap Aalborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk.
Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk. vísir/epa
Kristianstad er komið í góða í einvíginu við Eskilstuna Guif í 8-liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í handbolta eftir 21-27 sigur í öðrum leik liðanna í kvöld.

Kristianstad þarf nú bara að vinna einn leik til viðbótar til að komast í undanúrslitin.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson eitt en Ólafur Guðmundsson klikkaði á öllum fjórum skotunum sem hann tók í leiknum.

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Aalborg fengu skell gegn GOG á heimavelli, 26-34, í úrslitakeppninni í Danmörku.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Aalborg og þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Atlason sitt markið hvor.

Aalborg er í 2. sæti síns riðils í úrslitakeppninni með tvö stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×