Enski boltinn

Þrumufleygur landsliðsfyrirliðans gerði útslagið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar fagnar marki sínu.
Aron Einar fagnar marki sínu. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson skoraði eina mark leiksins þegar Cardiff City tók á móti Nottingham Forest í ensku B-deildinni í dag.

Þetta var þriðja mark íslenska landsliðsfyrirliðans á tímabilinu og það var í glæsilegri kantinum. Cardiff er í 13. sæti deildarinnar.

Brighton er svo gott sem komið upp í ensku úrvaldsdeildina eftir 2-1 sigur á Wigan Athletic á Amex vellinum í Brighton. Brighton er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Newcastle United, liðið í 2. sæti, tapaði 3-1 fyrir Ipswich Town á Portman Road.

Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 22 mínúturnar þegar Wolves vann góðan 0-1 útisigur á Leeds United.

Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Fulham vann 3-1 sigur á Aston Villa. Með sigrinum komst Fulham upp í 6. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð.

Birkir Bjarnason er enn frá vegna meiðsla hjá Villa sem er í 12. sæti deildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon kom ekkert við sögu þegar Bristol City gerði 1-1 jafntefli við Blackburn Rovers á Ewood Park. Bristol er í 18. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×