Enski boltinn

Brighton komið upp í ensku úrvalsdeildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Brighton fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Stuðningsmenn Brighton fögnuðu vel og innilega í leikslok. vísir/getty
Brighton leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Þetta var endanlega ljóst eftir 1-1 jafntefli Derby County og Huddersfield.

Brighton vann 2-1 sigur á Wigan Athletic fyrr í dag. Þetta var sjöundi sigur Brighton í síðustu átta leikjum.

Brighton lék síðast í efstu deild tímabilið 1982-83 en hefur síðan dvalið í neðri deildunum og daðraði á tímabili við fall úr deildakeppninni.

Brighton lék í efstu deild á árunum 1979-83. Besti árangur liðsins er 13. sæti í efstu deild.

Brighton er með sjö stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar og þarf aðeins þrjú stig úr síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér B-deildartitilinn.

Anthony Knockaert var í miklu stuði eftir leikinn gegn Wigan.vísir/getty
Það brutust út mikil fagnaðarlæti á Amex vellinum eftir sigurinn á Wigan.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×