Innlent

Steingrímsfjarðarheiði lokað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Slæmt veður hefur verið á sunnan- og vestanverðu landinu í dag.
Slæmt veður hefur verið á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. vísir/sigurjón
Búið er að loka Steingrímsfjarðarheiði vegna veðurs. Athugað verður með opnun í fyrramálið. Þá hefur veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur einnig verið lokað.

Blindbylur er á Steingrímsfjarðarheiði og á hálsunum á sunnanverðum Vestfjörðum fram undir klukkan 22 í kvöld. Annars hefur náð að hlána víðast hvar, nema að skafrenningur er vaxandi á Öxnadalsheiði. Undir Hafnarfjalli er áætlað að vindur gangi niður á milli klukkan 21 og 22 þegar skil lægðarinnar ganga yfir.

Þá hefur öllum flugferðum til og frá Reykjavík verið aflýst. Sömuleiðis hefur öllu millilandaflugi verið seinkað, en engu þeirra hefur verið aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×