Viðskipti erlent

Hagvöxtur mældist 6,9 prósent í Kína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Spáð er 6,5 prósent hagvexti í Kína á árinu.
Spáð er 6,5 prósent hagvexti í Kína á árinu. Vísir/Getty
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam hagvöxtur í Kína 6,9 prósentum samkvæmt tölum frá kínversku hagstofunni. BBC greinir frá því að hagvöxtur hafi mælst umfram væntingar hagfræðinga.

Fjárfestingar í innviðum og aukin eftirspurn eftir nýjum fasteignum ýtti undir hagvöxt í öðru stærsta hagkerfi heimsins.

Í síðasta mánuði lækkuðu stjórnvöld í Kína hagvaxtarspá sína fyrir árið í 6,5 prósent. Kínversku hagstofunnar segja nú góðan grundvöll fyrir því að hagvaxtarspá fyrir árið muni nást.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×