Viðskipti erlent

Hagvöxtur mældist 6,9 prósent í Kína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Spáð er 6,5 prósent hagvexti í Kína á árinu.
Spáð er 6,5 prósent hagvexti í Kína á árinu. Vísir/Getty

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam hagvöxtur í Kína 6,9 prósentum samkvæmt tölum frá kínversku hagstofunni. BBC greinir frá því að hagvöxtur hafi mælst umfram væntingar hagfræðinga.

Fjárfestingar í innviðum og aukin eftirspurn eftir nýjum fasteignum ýtti undir hagvöxt í öðru stærsta hagkerfi heimsins.

Í síðasta mánuði lækkuðu stjórnvöld í Kína hagvaxtarspá sína fyrir árið í 6,5 prósent. Kínversku hagstofunnar segja nú góðan grundvöll fyrir því að hagvaxtarspá fyrir árið muni nást.

Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537