Körfubolti

Hrafn áfram með Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafn og félagar féllu úr leik fyrir Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar karla.
Hrafn og félagar féllu úr leik fyrir Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar karla. vísir/ernir

Hrafn Kristjánsson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Stjörnunnar í körfubolta. Karfan.is greinir frá.

Hrafn hefur stýrt Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil.

Hrafn gerði Stjörnuna að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn. Stjarnan endaði þá í 5. sæti Domino's deildarinnar en tapaði fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum.

Á næsta tímabili endaði Stjarnan í 2. sæti Domino's deildarinnar en liðið hafði aldrei endað jafn ofarlega í efstu deild. Garðbæingar féllu hins vegar aftur úr leik fyrir Njarðvíkingum í 8-liða úrslitum.

Í ár endaði Stjarnan aftur í 2. sæti Domino's deildarinnar og vann ÍR 3-0 í 8-liða úrslitunum. Lengra komust Stjörnumenn ekki því í næstu umferð sópuðu Grindvíkingar þeim í sumarfrí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira