Körfubolti

Stjörnur Cleveland sáu um Indiana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty

Cleveland Cavaliers og San Antonio Spurs eru komin í 2-0 í einvígjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir leiki dagsins.

LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love skoruðu 89 af 117 stigum Cleveland sem lagði Indiana í annað sinn.

Irving var með 37 stig, James með 25 (10 fráköst), og Love skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. Paul George atkvæðamestur í liði Pacers með 32 stig.

Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio Spurs, setti persónulegt met er hann skoraði 37 stig í sigri á Memphis. Hann bætti við 11 fráköstum.

Tony Parker skoraði 15 stig fyrir Spurs og Danny Green 11. Spurs var með 19 stiga forskot í hálfleik og leit aldrei til baka.

Úrslit:

Cleveland-Indiana  117-111
San Antonio-Memphis  96-82

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira