Innlent

Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Jóhann K.

Eldur kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík um klukkan fjögur í nótt. Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna.

„Það logaði eldur í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð,“ segir Jón í samtali við Vísi. Hann segir að þó nokkur eldur hafi verið á pöllunum en hann var staðbundinn og engin hætta á að hann myndi breiðast út.
 
Aðspurður segir hann engan hafa sakað í eldinum og enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum.

Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru ókunn en lögregla rannsakar.

Fyrst var greint frá eldsvoðanum á vef Víkurfrétta og hér að neðan má sjá myndband sem þeir tóku af slökkvistarfi í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira