Körfubolti

Konan flutt út frá Carmelo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Melo og La La er allt lék í lyndi.
Melo og La La er allt lék í lyndi. vísir/getty

Bandarískir miðlar greindu frá því í gær að NBA-stjarnan Carmelo Anthony hjá NY Knicks byggi einn eftir að eiginkona hans flutti út.

Hann hefur verið giftur La La Anthony í sjö ár og verið í sambandi með henni í þrettán ár.

Samkvæmt erlendum miðlum hafa þau ekki ákveðið að skilja strax þó svo La La sé flutt út.

Það hefur gefið á bátinn áður í sambandi þeirra en alltaf hafa þau komist í gegnum ólgusjóinn. Þar til nú.

Síðustu mánuðir hafa því verið einstaklega erfiðir fyrir Melo enda mikil læti í kringum Knicks og spurning hvað verður um feril hans þar.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira