Körfubolti

Konan flutt út frá Carmelo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Melo og La La er allt lék í lyndi.
Melo og La La er allt lék í lyndi. vísir/getty

Bandarískir miðlar greindu frá því í gær að NBA-stjarnan Carmelo Anthony hjá NY Knicks byggi einn eftir að eiginkona hans flutti út.

Hann hefur verið giftur La La Anthony í sjö ár og verið í sambandi með henni í þrettán ár.

Samkvæmt erlendum miðlum hafa þau ekki ákveðið að skilja strax þó svo La La sé flutt út.

Það hefur gefið á bátinn áður í sambandi þeirra en alltaf hafa þau komist í gegnum ólgusjóinn. Þar til nú.

Síðustu mánuðir hafa því verið einstaklega erfiðir fyrir Melo enda mikil læti í kringum Knicks og spurning hvað verður um feril hans þar.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira